SKÁLDSAGA Á ensku

The Woman in White

Hin frábæra sakamálasaga The Woman in White eftir Wilkie Collins kom fyrst út sem framhaldssaga í vikuriti vinar hans Charles Dickens, All Year Round, á árunum 1859-1860. Vakti hún mikla athygli, ekki síst fyrir það að þar notaði Collins fyrstur manna það stílbrigði að láta marga aðila segja söguna, hvern frá sínu eigin sjónarhorni.

Sagan hefur alla tíð frá því hún kom út verið vinsæl og ekki bara sem sakamálasaga heldur skáldsaga almennt. Bókmenntamaðurinn Robert McCrum setti hana í tuttugasta og þriðja sæti á lista sínum yfir bestu skáldsögur allra tíma í lista sem birtur var í The Observer og á samskonar lista sem BBC lét gera er sagan í sjötugasta og sjöunda sæti. Ekki slæm gagnrýni það. Þá hefur sagan verið uppfærð á leiksviði og gerðar eftir henni margar kvikmyndir og sjónvarpsþættir.

Hægt er að kynna sér höfundinn Wilkie Collins nánar hér á Lestu.is.


HÖFUNDUR:
Wilkie Collins
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 668

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :